Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. apríl 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tekur Rakel fram skóna í sumar? - „Getur vel verið að hún kíki á æfingar með okkur"
Rakel Hönnudóttir
Rakel Hönnudóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum íslenska landsliðskonan, Rakel Hönnudóttir, gæti tekið fram skóna í sumar og spilað með Breiðabliki en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, var opinn fyrir þeirri hugmynd er hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Rakel, sem er fædd árið 1988, var ólétt á síðasta ári og var því ekkert með Blikum en hún lék síðast með liðinu fyrir tveimur árum.

Hún skoraði þá 6 mörk í 14 leikjum í deild- og bikar en það er möguleiki á því að hún taki fram skóna í sumar. Hún á 222 mörk í 327 leikjum í deild- og bikar á ferlinum og gæti verið öflugt vopn fyrir Blika sem ætla sér að vera í titilbaráttunni í ár.

Sverrir Örn Einarsson, fréttaritari Fótbolta.net, ræddi við Ásmund í gær og spurði hann hvort það hefði komið til tals að Rakel myndi spila með Blikum í sumar og gaf Ásmundur það til kynna að hún gæti snúið aftur á æfingasvæðið í sumar.

„Við vitum af Rakel Hönnu og það getur vel verið að hún kíki á æfingu til okkar," sagði Ásmundur eftir 4-1 sigurinn á Þór/KA í gær.
Ási Arnars: Fúlt að upplifa það en að öðru leyti ánægður að vinna
Athugasemdir
banner
banner
banner