Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Guðni Sigþórsson (Þróttur V.)
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Aron Birkir á leið í Vogana?
Aron Birkir á leið í Vogana?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hélt að Þorgeir væri í dyrunum, en svo reyndist ekki vera...
Hélt að Þorgeir væri í dyrunum, en svo reyndist ekki vera...
Mynd: Ægir
Fyndinn og með allt til að geta dæmt í The Voice.
Fyndinn og með allt til að geta dæmt í The Voice.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Guðni er búinn að mastera Gísla Einars.
Guðni er búinn að mastera Gísla Einars.
Mynd: Edda Sif Pálsdóttir
TAM, gæði, þarf ekki að segja meira.
TAM, gæði, þarf ekki að segja meira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gat lúðrað í boltann.
Gat lúðrað í boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Sigþórsson er Grenvíkingur sem uppalinn er hjá Magna og Þór. Hann er á leið í sitt þriðja tímabil í Vogunum eftir að hafa komið frá Magna eftir tímabilið 2022. Guðni skoraði tíu mörk á síðasta tímabili og hefur alls skorað 54 mörk í 207 KSÍ leikjum á ferlinum.

Hann fékk atkvæði í lið ársins 2021 í 2. deild og aftur eftir síðasta tímabil. Í dag sýnir Guðni á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Guðni Sigþórsson

Gælunafn: Gussi, Gussinn eða bara G

Aldur: 26 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: 2016 í deild, Þór – Leiknir Fásk. Man ekki eftir sekúndu

Uppáhalds drykkur: Boli

Uppáhalds matsölustaður: Dominos

Uppáhalds tölvuleikur: Fifa

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Neinei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er núna að taka Criminal minds

Uppáhalds tónlistarmaður: Spiceman

Uppáhalds hlaðvarp: Steve bestir, er líka harður Blö maður

Uppáhalds samfélagsmiðill: Er of mikið á TikTok þessa dagana

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Harður DV maður

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi Krull hefur alltaf verið minn maður svo er Óli Eyjólfs fyrirliðinn minn ekkert eðlilega fyndinn í gír

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Kæri O mínus blóðgjafi.Getur þú gefið blóð í dag 15.04.2025 opið til 19:00 ? eða á morgun opið 08:00 til 15:00 Sími 543-5500 Bestu kveðjur, Blóðbankinn

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Arnar Már Guðjónsson skoraði fyrir aftan miðju á móti mér, gleymi því aldrei

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Eiginlega allir frábærir, hendi þessu Auðun Helga. Vinna inn prik fyrir sumarið

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Örn Arnarson er óþolandi gæi, samt vinur minn

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Fernando Torres

Sætasti sigurinn: Síðustu leikirnir 2019 þegar við í Magna héldum okkur uppi í Inkasso var geggjað

Mestu vonbrigðin: Fall með Magna 2022 agalegt svo þegar Völsungur jafnar í 2-2 á 97 mínútu í fyrra og fara upp í staðinn fyrir okkur

Uppáhalds lið í enska: Liverpool!

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi allavega ekki taka Tómas Örn Arnarson. Aron Birkir Stefánsson Grenvíkingur og fyrirliði Þórs er efstur á blaði en erum með Jölla og Rocco í rammanum, Matti Ragg til taks líka. Myndi vera skemmtileg samkeppni.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Ólína Helga Sigþórsdóttir

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Jón Veigar og Þorgeir Ingvarsson huggulegir en Hilmar Starri Hilmarsson er 203cm

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Anna Margrét Hörpudóttir Strawn, skutla

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Dómararnir alltof fljótir að rífa upp gulu spjöldin, græja það eitthvað

Uppáhalds staður á Íslandi: Grenivík by far

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var mjög skemmtilegt að setja winner á móti Völsung á Grenivíkurvelli manni færri árið 2021. Lýsingin á markinu frábær ef menn vilja tékka á því

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekkert svoleiðis

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tek formúluna annars lagið

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: F50 núna

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Átti erfitt með að halda athygli

Vandræðalegasta augnablik: Það var núna í æfingarferð með Vogunum þegar ég hélt að Þorgeir Ingvarsson herbergisfélagi og vinur minn var að dingla á herberginu, ég að sjálfsögðu kem nakinn til dyra til að opna fyrir honum, neinei þá stendur the houskeeper fyrir framan mig. Við öskrum bæði en settluðum þetta fljótlega

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Óla og Geira HK-bræðrum á Kim Yong Wings í Vogunum, þarf ekki þriðja mann.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Matti Ragg markmannsþjálfari er frábær manneskja og sjóari.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Jón Veigar myndi ná langt í Idolinu enda með frábæra rödd svo væri Óli Eyjólfs fyrirliði frábær dómari í The Voice

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með fullkomna Gísla Einars eftirhermu

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Vissi ekki að Geiri Marteins væri fyndinn og alveg jafnfættur, hann veit ekki hvort hann sparki með hægri eða vinstri, gaman að því.

Hverju laugstu síðast: Geri það ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi taka spjallið við Maradona, veltum steinum félagarnir

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Fá alvöru mætingu á Vogaídýfu völlinn í sumar! Svo fagna á Kim Yong Wings.
Athugasemdir
banner
banner
banner