Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
banner
þriðjudagur 29. apríl
Besta-deild kvenna
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
mánudagur 28. apríl
Championship
Leeds - Bristol City - 19:00
Frauen
Wolfsburg W 0 - 1 Hoffenheim W
Serie A
Verona - Cagliari - 18:45
Lazio - Parma - 18:45
Udinese 0 - 1 Bologna
mán 28.apr 2025 13:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 8. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í áttunda sæti í spánni er Þróttur úr Vogum.

Þrótturum er spáð áttunda sætinu.
Þrótturum er spáð áttunda sætinu.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Auðun Helgason tók við Þrótti fyrir um tveimur mánuðum.
Auðun Helgason tók við Þrótti fyrir um tveimur mánuðum.
Mynd/Þróttur Vogum
Ólafur Örn Eyjólfsson er frábær miðjumaður.
Ólafur Örn Eyjólfsson er frábær miðjumaður.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Ásgeir Marteinsson er leikmaður með mikil gæði.
Ásgeir Marteinsson er leikmaður með mikil gæði.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Rúnar Ingi kom á láni frá Keflavík.
Rúnar Ingi kom á láni frá Keflavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Vogaídýfuvellinum.
Frá Vogaídýfuvellinum.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

8. Þróttur V.
Þróttarar mæta alltaf með háleit markmið og áttunda sætið er ekki eitthvað sem þeir eru að stefna á. Þeir eru núna á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í 2. deild eftir að hafa tekið stutt stopp í Lengjudeildinni. Þeir voru þremur stigum frá því að fara upp 2023 og aðeins einu stigi frá því í fyrra undir stjórn Gunnars Más Guðmundssonar. Það er mikill metnaður í kringum þetta félag og fer þar líklega framkvæmdastjórinn, Marteinn Ægisson, fremstur í flokki. Hann er með alveg gríðarlega ástríðu fyrir félaginu og leggur mikið á sig til að það gangi allt vel. Þróttur mætir til leiks með nýjan þjálfara í sumar sem fær ekki mikinn tíma í undirbúningi með liðið og verður áhugavert að sjá hvernig það fer.

Þjálfarinn: Eftir að Gunnar Már tók við Fjölni fyrir stuttu, þá þurfti Þróttur að fara í þjálfaraleit. Sú leit tók nokkuð óvænta stefnu þegar Auðun Helgason var ráðinn til starfa. Auðun átti glæstan leikmannaferil á sínum tíma. Hann er uppalinn í FH en hann lék einnig með Leiftri, Fram, Grindavík, Selfossi og Sindra hér á landi. Hann lék einnig í atvinnumennsku í Sviss, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Þá lék han 35 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann þjálfaði Fram árið 2013 en hann þjálfaði Sindra í 2. deild síðast árið 2016. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Selfoss 2011 og 2012, en hann dúkkar núna óvænt aftur upp í meistaraflokksþjálfun og mun stýra Þrótti Vogum í sumar. Skemmtileg ráðning þarna og gaman að fá Auðun aftur í fótboltann.

Stóra spurningin: Hvernig mun nýjum þjálfara vegna?
Þróttur hefur þurft að gera þjálfarabreytingu öll sín tímabil eftir að þeir féllu aftur í Lengjudeildina, 2023, 2024 og nú aftur fyrir komandi sumar. Það gekk vel í fyrra þegar Gunnar Már stýrði liðinu en það er alltaf gott að hafa ákveðinn stöðugleika í þjálfaramálum. Auðun fær líka ekkert sérstaklega mikinn tíma með liðinu en hann tók við starfinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Núna er tímabilið bara að byrja og menn þurfa að vera tilbúnir í slaginn.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Ólafur Örn Eyjólfsson & Ásgeir Marteinsson
Ólafur Örn er fyrirliði liðsins. Hann spilar á miðjunni og sjórnar liðinu inn á vellinum. Ólafur hefur reynslu úr efstu deild þar sem hann spilaði þrjú tímabil með HK. Ásgeir Marteinsson er sóknarsinnaður miðjumaður. Hann á einnig þrjú tímabil í efstu deild með HK og getur búið til færi upp úr engu. Saman eru þeir aldursforsetar í liðinu og koma inn með mikla reynslu.

Gaman að fylgjast með: Rúnar Ingi Eysteinsson
Rúnar Ingi er framherji sem Þróttarar fengu núna í vetur frá Keflavík. Rúnar er mjög hættulegur fyrir framan markið og það sýndi hann í Lengjubikarnum þar sem hann skoraði fjögur mörk í þremur leikjum. Ef hann heldur áfram á þessu skriði mun hann vera Þrótturum mjög mikilvægur. Það verður gaman að sjá hversu mikið hann getur skorað í Þróttarabúningnum í sumar.

Komnir:
Almar Máni Þórisson frá Vængjum Júpiters
Anton Breki Óskarsson frá Vængjum Júpiters
Auðun Gauti Auðunsson frá KF
Ásgeir Marinó Baldvinsson frá ÍH (Var á láni)
Birkir Þór Guðmundsson frá Hvíta riddaranum (Var á láni)
Jón Frímann Kjartansson frá KF
Kjartan Þór Þórisson frá ÍH
Mathias Munch Askholm Larsen frá Grindavík
Mikhael Kári Olamide Banjoko frá Þrótti R. (Á láni)
Óliver Berg Sigurðsson frá KFK
Pétur Ingi Þorsteinsson frá Smára
Rúnar Ingi Eysteinsson frá Keflavík (Á láni)
Sigurður Agnar Br. Arnþórsson frá Vængjum Júpiters

Farnir:
Benjamín Jónsson í Þrótt R. (Var á láni frá Fram)
Dagur Guðjónsson í Stokkseyri (Var á láni hjá KV)
Egill Otti Vilhjálmsson í Fjölni (Var á láni frá Fram)
Eiður Baldvin Baldvinsson í KR (Var á láni)
Eiður Jack Erlingsson í Þrótt R. (Var á láni)
Franz Bergmann Heimisson til Spánar
Haukur Darri Pálsson í Hauka
Haukur Leifur Eiríksson í HK
Jóhann Þór Arnarsson í HK
Jón Jökull Hjaltason í Þór (Var á láni)
Róbert William G. Bagguley í Víði (Var á láni frá Njarðvík)

Þjálfarinn segir - Auðun Helgason
„Sumarið leggst vel í okkur og mikil tilhlökkun að koma saman og hefja æfingar á grasi í Vogunum eftir langan vetur með æfingum og leikjum hér og þar. Spáin er ekkert óeðlileg í ljósi mikilla breytinga á leikmannahópnum og úrslitum upp á síðkastið. Við höfum verið einstaklega óheppnir með meiðsli að undanförnu en vonandi sjáum við fram á bjartari tíma. Við gerum okkur grein fyrir því að okkur bíður mjög erfitt tímabil þar sem breiddin í deildinni er meiri en oft áður. Markmiðið er að sjálfsögðu að búa til lið sem getur keppt við bestu liðin í deildinni sem eru án efa Grótta, Dalvík/Reynir, Kári, KFA og Haukar, svo ég nefni einhver."

Fyrstu þrír leikir Þróttar Vogum:
3. maí, Kári - Þróttur V. (Akraneshöllin)
10. maí, Þróttur V. - Dalvík/Reynir (Vogaídýfuvöllur)
16. maí, Víðir - Þróttur V. (Nesfisk-völlurinn)
Athugasemdir