Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lauren talar um þegar hann hafnaði Real fyrir Arsenal
Lauren lék með Arsenal frá 2000 til 2007.
Lauren lék með Arsenal frá 2000 til 2007.
Mynd: Getty Images
Fyrrum bakvörðurinn Lauren segist hafa hafnað Real Madrid þegar hann gekk í raðir Arsenal árið 2000. Lauren yfirgaf Real Mallorca og valdi að fara til Englands frekar en til Madrídar.

Hann náði flottum árangri með Arsenal og var meðal annars hluti af liðinu sem fór taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003/04.

Hann segir í samtali við Mail: „Umboðsmenn mínir fóru til Madrídar og hittu Juan Onieva (varaforseta Real Madríd). Það náðist ekki samkomulag því þeim tókst ekki að sannfæra okkur með fjárhagslegu hliðina."

„Við fórum svo í flug og fórum beint til London því það hafði verið samband við Arsenal. Þegar við lentum þá fórum við beint heim til David Dein (sem var varaformaður Arsenal). Þar voru David Dein, dóttir hans sem talaði spænsku, Arsene Wenger, ég, umboðsmenn mínir og túlkur sem hafði komið með okkur."

„Ég var vanur að vera hluti af viðræðum sem fóru fram inn á skrifstofu, mjög alvarlegt, jakkaföt og bindi. Þetta var allt öðruvísi. David Dein bauð okkur inn á heimili sitt og ég fór þaðan algjörlega sannfærður."

„Það er mikil hlýja í Wenger. Hann talaði ekki í mikið í viðræðunum; hann hlustar á þig, fylgist með þér, hann spáir í hvort þú hafir rétta persónuleikann."

„Hjá Madríd áttirðu að gera það sem þeir sögðu: svona er þetta, punktur. Pabbi er stuðningsmaður Real Madrid, ég var stuðningsmaður Sevilla og svo síðar meira Real líka. En þú ferð þangað sem er komið best fram við þig og þar sem þú færð bestu kjörin."
Athugasemdir
banner
banner
banner