Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   sun 28. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ruben Neves á leið til Barcelona?
Mynd: Getty Images
A Bola í Portúgal hefur heimildir fyrir því að Barcelona hafi náð samkomulagi við Wolves um kaup á Ruben Neves.

Portúgalski miðjumaðurinn greindi frá því eftir síðasta heimaleik Wolves að hann gæti yfirgefið félagið eftir tímabilið þar sem hann vildi ná markmiðum sínum.

Aðalmarkmið hans er að spila í Meistaradeildinni og það tækifæri fær hann ekki hjá Wolves.

A Bola segir nú að Barcelona hafi náð samkomulagi við Wolves um kaup á Neves en hann mun kosta félagið 30 milljónir evra og verður gengið frá helstu smáatriðum á næstu dögum.

Neves er 26 ára gamall en hann hefur eytt síðustu sex árum hjá Wolves og þar á undan lék hann fyrir Porto í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner