Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   sun 28. maí 2023 15:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonast til að Antony verði klár í úrslitaleikinn
Mynd: EPA

Antony, leikmaður Manchester United meiddist í sigri liðsins gegn Chelsea í síðustu viku en meiðslin virðast ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.


Antony meiddist undir lok síðasta tímabils þegar hann var leikmaður Ajax og missti af síðustu átta leikjum liðsins. Óttast var um að um svipuð meiðsli væri að ræða.

Erik ten Hag hefur nú tjáð sig um meiðslin og segir að hann gæti verið klár fyrir úrslitaleik enska bikarsins um næstu helgi.

„Við sáum öll hvernig hann fór af velli, þetta leit ekki vel út. Eftir fyrstu skoðun er þetta ekki svo slæmt og góður möguleiki á því að hann verði klár fyrir bikarúrslitin í næstu viku," sagði Ten Hag í samtali við MUTV.


Athugasemdir
banner
banner