Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 28. júní 2019 09:15
Elvar Geir Magnússon
Myndir af Wan-Bissaka leka út - Umtiti orðaður við United
Powerade
Mynd sem hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla.
Mynd sem hefur farið eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla.
Mynd: Twitter
Vill Moise Kean fara til Inter?
Vill Moise Kean fara til Inter?
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag! Sane, Fernandes, Umtiti, Tierney, Balde, Kean og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Leroy Sane (23), framherji Manchester City og Þýskalands, er enn efstur á óskalista Bayern München þrátt fyrir að tilraunir Þýskalandsmeistarana hafi litlu skilað. (Sky Sports)

Chelsea hefur hafnað nýjasta tilboði Bayern í enska vængmanninn Callum Hudson-Odoi (18). (Express)

Myndir hafa lekið út sem sýna Aaron Wan-Bissaka (21) í myndatöku hjá Manchester United. Bakvörðurinn verður væntanlega kynntur hjá United í dag. (Mirror)

Marcel Keizer, stjóri Sporting, telur litla möguleika á að geta haldið portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes (24) hjá félaginu. Manchester United er meðal áhugasamra félaga. (Record)

United íhugar að gera tilboð í Samuel Umtiti (25), miðvörð Barcelona og franska landsliðsins. (Mundo Deportivo)

Neil Lennon, stjóri Celtic í Glasgow, hefur sagt Arsenal að félagið þurfi að borga mun meira ef það ætlar að fá Kieran Tierney (22), skoska vinstri bakvörðinn. (Telegraph)

Arsenal hefur áhuga á Keita Balde (24) hjá Mónakó en Inter ákvað að gera ekki tilboð í senegalska landsliðsmanninn. (Le 10 Sport)

Dan-Axel Zagadou (20), franskur varnarmaður Borussia Dortmund, vill yfirgefa félagið en Arsenal hefur áhuga. (Bild)

Faðir Moise Kean (19), sóknarmanns Juventus, segir að sonur sinn vilji fara til Inter. (Mirror)

Dani Ceballos (22), miðjumaður Real Madrid, skoðar stöðu sína en hann er ekki í áætlunum Zinedine Zidane. Ceballos vill þó helst vera áfram hjá Real. (Marca)

Crystal Palace undirbýr tilboð í franska vængmanninn Allan Saint-Maximin (22) hjá Nice. Palace er að búa sig undir að missa Wilfried Zaha (26) sem sagður er vilja fara til Arsenal. (Metro)

Manchester City og Manchester United vilja bæði fá ísraelska miðjumanninn Ilay Elmkies (19) frá Hoffenheim. Hann myndi kosta 2,5 milljónir punda. (Sun)

Atletico Madrid er að íhuga að gera tilboð í kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez (27) hjá Real Madrid. (Cadena SER)

Tottenham er tilbúið að gera tilboð í William Saliba (18) hjá Saint-Etienne. Arsenal hefur verið orðað við leikmanninn. (RMC)

Bayern München var enn að reyna að fá varnarmanninn Sepp van den Berg (17) á meðan hann var í læknisskoðun hjá Liverpool. (Times)

PSG hefur ekki gert neitt til að halda franska miðjumanninum Adrien Rabiot (24), þetta segir móðir leikmannsins. (Mail)

Norðmaðurinn Martin Ödegaard (20) er á leið í tveggja ára lán frá Real Madrid. (AS)

Newcastle býst við því að enski miðjumaðurinn Sean Longstaff (21) snúi aftur til æfinga hjá félaginu í næstu viku, þrátt fyrir áhuga Manchester United. (Chronicle)

Spænski vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso (28) og ítalski hægri bakvörðurinn Davide Zappacosta (27) vilja yfirgefa Chelsea í sumar. (Star)

Pólski miðvörðurinn Krystian Bielik (21) vill yfirgefa Arsenal í sumar. (Sun)

Þýski sóknarmaðurinn Bassala Sambou (21) hefur hafnað nýju samningstilboði frá Everton og er á leið til Þýskalands eða Hollands. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner