Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Stebbi Þórðar vill sjá Arnór snúa aftur til Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur

Stefán Þór Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður IFK Norrköping í Svíþjóð, vonar að Arnór Sigurðsson snúi aftur til Norrköping í sumar.


Arnór varði síðustu leiktíð að láni hjá Venezia í Serie A en hann fékk lítið af tækifærum til að sanna sig. Hann er samningsbundinn CSKA Moskvu en hefur íhugað að yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Arnór er 23 ára gamall og hefur verið orðaður við endurkomu til Norrköping, þar sem hann sprakk fyrst út og var keyptur til CSKA fyrir fjórum árum.

„Hann er góður leikmaður og ég vona að hann komi aftur til Norrköping. Hann er frábær kostur fyrir félagið og ég vona að þetta gangi upp en ég veit ekki hvort það séu einhverjar viðræður í gangi," sagði Stebbi Þórðar, sem er uppalinn Skagamaður og lék meðal annars fyrir Stoke City á ferlinum. Stebbi ræddi um Arnór við Norrköpings Tidningar.

„Hann leit mjög vel út með landsliðinu og ég held að hann yrði frábær í sænsku deildinni. Ástandið í Rússlandi er ekki skemmtilegt og við sjáum til hvað gerist, hvort hann verði áfram og berjist um byrjunarliðssætið hjá CSKA eða velji að skipta um félag."

Til gamans má geta að Oliver Stefánsson, 19 ára leikmaður ÍA að láni frá Norrköping, er sonur Stefáns Þórs.


Athugasemdir
banner
banner
banner