mið 28. júlí 2021 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Þorsteins: Kemur ekki nálægt okkar liði framar
Heimir Þorsteinsson á hliðarlínunni í sumar.
Heimir Þorsteinsson á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Kladar kveður Fjarðabyggð eftir leikinn gegn Magna í kvöld.
Stefan Kladar kveður Fjarðabyggð eftir leikinn gegn Magna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við hentum þessum umboðsmanni út um gluggann og hann kemur ekki nálægt okkar liði framar," sagði Heimir Þorsteinsson þjálfari Fjarðabyggðar við Fótbolta.net en hann er ósáttur við sendingu sem hann fékk fyrr í mánuðinum.

Fjarðabyggð er í 12. og neðsta sæti 2. deildar karla og rær nú lífróður til að halda sætinu í deildinni. Liðið hefur fengið fimm stig í sumar en nágrannarnir í Leikni Fáskrúðsfirði eru í næsta örugga sæti, 10. sætinu með 13 stig.

Til að styrkja liðið fyrir seinni hluta mótsins fékk Heimir til liðs við liðið tvo Búlgara, framherja og miðvörð, þá Georgi Slavchev og Lachezar Stankov Georgiev.

„Þeir stóðust engan veginn kröfur. Við ætluðum að bæta liðið en annar kom meiddur og hinn ekki í neinu formi. Við gáfumst upp og þeir fara á sunnudaginn," sagði Heimir.

„Þetta er alveg óboðlegt, ég er hundóánægður með þetta. Það er rosalega vont að fá svona sendingar."

Fjarðabyggð er að missa fleiri leikmenn því miðvörðurinn sterki Stefan Kladar sem hefur spilað alla 13 leiki liðsins í deild og bikar í sumar er á heimleið til Bosníu/Herzegovinu.

„Hann náði samkomulagi um að spila með okkur gegn Magna í kvöld og svo kveður hann okkur," sagði Heimir en hann ætlar sér að styrkja liðið í stað þessara leikmanna áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti annað kvöld.

„Við erum sennilega komnir með hafsent í stað Kladar en vitum ekki ennþá hvort við náum í striker. Það er ekkert klárt en við höfum verið striker lausir í allt sumar," sagði Heimir að lokum en leikur Fjarðabyggðar og Magna fer fram á Grenivík klukkan 19:15 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner