Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fim 28. júlí 2022 15:53
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Torino í átökum við íþróttastjóra félagsins á bílaplani
Í dreifingu er myndband þar sem þjálfari ítalska liðsins Torino, Króatinn Ivan Juric, er í átökum við Davide Vagnati íþróttastjóra félagsins.

Það hefur mikið gengið á hjá Torino í sumar og liðið misst öfluga leikmenn, þar á meðal varnarmanninn Gleison Bremer sem fór til Juventus og Andrea Belotti sem fór á frjálsri sölu.

Juric hefur mikið rætt við forseta félagsins, Urbano Cairo, og lýst yfir óánægju sinni með það hversu illa hefur gengið að styrkja leikmannahópinn.

Upp úr sauð milli Juric og Vagnati á bílaplani í Austurríki, þar sem Torino er í æfingabúðum og slagsmál áttu sér stað.

„Ég vil að þú farir. Hverfir. Þú ert fokking fáviti og ég ber enga virðingu fyrir þér," sagði Juric meðal annars og Vagnati svaraði: „Þú ert ekki neitt, ekki hækka róminn við mig."

Hér má sjá myndbandið:


Athugasemdir
banner