Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 28. ágúst 2015 14:26
Alexander Freyr Tamimi
Lars Lagerback: Þeir eru brjálaðir ef þeir vanmeta okkur
Icelandair
Lagerback hlakkar til að fara til Hollands.
Lagerback hlakkar til að fara til Hollands.
Mynd: Guðmundur Karl
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, er spenntur fyrir næsta landsleik gegn Hollandi í undankeppni EM 2016. Hann fer fullur sjálfstrausts inn í leikinn.

„Við eigum alltaf raunhæfa möguleika gegn hvaða liði sem er, en auðvitað eru þeir sigurstranglegri. Hvort við eigum 10, 30 eða 40 prósent möguleika, við getum rætt það lengi, en möguleikinn er til staðar. Þeir eru góðir á heimavelli og þetta er erfitt, en við munum klífa eldfjallið og vonandi taka stigin þrjú," segir Lars við Fótbolta.net.

Lars viðurkennir að það sé alltaf erfiðara að spila á útivelli, en Ísland vann fyrri leik liðanna 2-0 í Laugardalnum.

„Þetta er andlegt og stuðningsmennirnir eru hluti af þessu. En ég held að leikmönnum líði bara betur að spila á þeim velli sem þeir eru vanir að spila á. Þetta fer samt í taugarnar á mér, það ætti ekki að vera erfiðara að spila úti að mínu mati. Við reynum þess vegna að vinna svona mikið með hugarfar, hugarfarið í Amsterdam ætti að vera að spila okkar leik og gera það sama og við gerðum úti."

Hann býst ekki við því að Hollendingar vanmeti Ísland í þessum leik.

„Ef þeir gera það, þá held ég að þeir séu brjálaðir, og ég held að nýji þjálfarinn Blind sé ekki brjálaður. Kannski eru hollensku leikmennirnir of fullir sjálfstrausts vitandi að Ísland sé að koma í heimsókn, en ég held að þeir beri allavega einhverja virðingu fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner