Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. október 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þeir tíu sem hafa spilað flestar mínútur í Bestu deildinni
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Ólafur Íshólm Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er sá leikmaður sem hefur spilað flestar mínútur í Bestu deildinni í sumar.

Hann er alls búinn að leika 2511 mínútur en hann hefur verið í markinu í öllum leikjum Fram í sumar.

Næst á eftir kemur Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, og er Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sá útileikmaður sem hefur leikið flestar mínútur.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tíu þá tíu leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur í Bestu deildinni í sumar en lokaumferðin fer fram á morgun. Mínútur í uppbótartíma eru teknar með inn í myndina.

Þeir sem hafa spilað flestar mínútur:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram) - 2511
2. Anton Ari Einarsson (Breiðablik) - 2501
3. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 2480
4. Haraldur Björnsson (Stjarnan) - 2450
5. Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) - 2412
6. Dani Hatakka (Keflavík) - 2409
7. Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir R.) - 2409
8. Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) - 2386
9. Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) - 2384
10. Ívar Örn Árnason (KA) - 2358
Athugasemdir
banner
banner
banner