Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 28. nóvember 2022 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingunn Haralds til liðs við Þrótt (Staðfest)
Ingunn Haraldsdóttir.
Ingunn Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingunn Haraldsdóttir, fyrrum fyrirliði KR, hefur gengið í raðir Þróttar fyrir næstu leiktíð.

Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.

Ingunn, sem var fyrirliði KR um nokkurt skeið, fór til Grikklands í fyrra og lék þar með PAOK. Hún ætlaði sér að spila heima síðasta sumar en gat það ekki vegna meiðsla.

„Ég hef náð að mæta á nokkrar æfingar með KR stelpunum í september. Ég er að verða klár," sagði Ingunn í Heimavellinum í síðasta mánuði. „Ég stefni á að byrja að æfa á fullu í nóvember en hvar það verður, það veit ég ekki. Ég er samningslaus eins og er."

Ingunn, sem er 27 ára öflugur varnarmaður, er uppalin í Val en hefur einnig leikið með HK/Víkingi og KR á sínum ferli. Hún hefur verið hjá KR frá 2017 og leikið stórt hlutverk fyrir liðið

KR féll úr Bestu deildinni í sumar en Þróttur hafnaði í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner