
Cristiano Ronaldo fagnaði fyrra marki Portúgal eins og það væri sitt eigið og það var skráð á hann í fyrstu en að lokum fékk Bruno Fernandes markið skráð á sig.
Fernandes átti fyrirgjöf sem Ronaldo reyndi að skalla í netið en hann virtist ekki ná til boltans sem endaði í fjærhorninu.
Ronaldo virtist vera alveg viss í sinni sök að hann ætti markið en það er alveg líklegt að hann hafi fundið snertingu miðað við mynd sem gengur um á netinu.
Boltinn stríkur hárið á honum á leiðinni í netið en það er greinilega ekki nóg til að fá markið.
Did Cristiano Ronaldo get a touch? 👀 pic.twitter.com/y7RkN5OXgL
— GOAL (@goal) November 28, 2022
Athugasemdir