Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 28. nóvember 2023 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bentancur frá næstu tíu vikurnar

Rodrigo Bentancur miðjumaður Tottenham er aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa þurft að fara af velli í fyrri hálfleik í tapinu gegn Aston Villa um helgina.


Þessi 26 ára gamli miðjumaður var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Tottenham eftir að hafa jafnað sig af hné meiðslum sem hann hlaut í febrúar.

Matty Cash varnarmaður Villa tæklaði miðjumanninn sem varð fyrir ökkla meiðslum sem munu halda honum frá vellinum þar til í febrúar á næsta ári.

Það eru mikil meiðslavandræði hjá Tottenham en liðið var án ellefu aðalliðsleikmanna þegar liðið mætti Aston Villa.


Athugasemdir
banner