Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 29. janúar 2020 16:04
Elvar Geir Magnússon
Gæti Bale farið til Tottenham í glugganum?
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að Tottenham og Real Madrid hafi rætt sín á milli um möguleika á að Gareth Bale snúi aftur til Lundúna.

Það eru þó fjölmargar hindranir sem þarf að komast yfir áður en það næst í gegn.

Bale er á himinháum launum (600 þúsund pund á viku) og þarf að taka á sig gríðarlega launalækkun. Auk þess þarf Real Madrid að sætta sig við að missa leikmanninn á lága upphæð.

Bale er langt frá því að vera efstur á blaði hjá Zinedine Zidane. Velski landsliðsmaðurinn hefur aðeins spilað tólf leiki í La Liga á tímabilinu og þrjá í Meistaradeildinni. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Ekki er talið að Bale sé tilbúinn í launalækkun en samningur hans við Real Madrid er til 2022. Þá hefur umboðsmaður leikmannsins, Jonathan Barnett, útilokað að hann verði lánaður í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner