Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. febrúar 2020 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Vil ekki að vinstri bakvörðurinn sé markahæstur
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var svekktur eftir 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í enska boltanum í dag. Chelsea er í fjórða sæti eftir leikinn, fjórum stigum á undan Manchester United sem á leik til góða á morgun.

Marcos Alonso skoraði bæði mörk Chelsea í leiknum en hann gerði einnig sigurmarkið í síðustu umferð gegn Tottenham.

„Við bjuggumst við erfiðum leik en þetta er leikur sem við eigum að vinna. Strákarnir sýndu mikla baráttu og persónuleika en það vantaði mörkin. Við fengum mörg færi til að skora," sagði Lampard.

„Marcos Alonso er búinn að eiga góða viku en ég vil ekki að vinstri bakvörðurinn minn sé markahæstur. Ég vil að sóknarmennirnir skori og þeir gerðu það ekki í dag.

„Það verður erfitt að ná sæti í Meistaradeildinni ef við höldum svona áfram. Við erum sáttir með að vera í fjórða sæti sem stendur."

Athugasemdir
banner
banner
banner