Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Williams-bræður komu Athletic í úrslit
Williams-bræður voru magnaðir gegn Atlético
Williams-bræður voru magnaðir gegn Atlético
Mynd: EPA
Athletic 3 - 0 Atletico Madrid
1-0 Inaki Williams ('13 )
2-0 Nico Williams ('42 )
3-0 Gorka Guruzeta ('61 )

Athletic Bilbao er komið í úrslit spænska konungsbikarsins eftir magnaðan 3-0 sigur á Atlético Madríd í Bilbao í kvöld.

Heimamenn í Athletic unnu fyrri leikinn á heimavelli Atlético, 1-0 og í kvöld sáu Williams-bræður, þeir Inaki og Nico, til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit.

Inaki skoraði á 13. mínútu eftir fyrirgjöf frá Nico og undir lok hálfleiksins tókst Inaki að launa Nico greiðann að fyrra markinu, með því að leggja upp fyrir Nico.

Gorka Guruzeta skoraði þriðja mark Athetlic og kom liðinu í úrslit í 40. sinn í sögu félagsins. Aðeins Barcelona hefur spilað fleiri bikarúrslitaleiki en Athletic eða 42 talsins.

Athletic hefur hins vegar tapað síðustu sex úrslitaleikjum sínum en síðast vann liðið bikarinn árið 1984. Athletic mætir Real Mallorca í úrslitum, sem vann síðast bikarinn árið 2003.
Athugasemdir
banner
banner
banner