Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 18:04
Elvar Geir Magnússon
KA hefur endursamið við sína menn - Gildir í átta mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur endursamið við leikmenn sína og þjálfara í ljósi aðstæðna. Ljóst er að íslensk félög lenda í verulegri tekjuskerðingu vegna kórónaveirunnar.

Hjá KA er um að ræða samkomulag sem gildir í átta mánuði. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, staðfesti þetta við Fótbolta.net.

„Leikmenn og þjálfarar fá mikið hrós frá mér fyrir að bregðast svona við og hafa allir samþykkt að taka þátt á þessum erfiða tíma," segir Sævar sem sjálfur hefur endursamið.

„Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður og mikil ánægja hjá KA með þessi viðbrögð. Gefur okkur tækifæri til þess að bregðast við breyttum aðstæðum án þess að leggja félagið að veði."

Leikmenn og starfslið fótboltafélaga um allan heim hafa verið að taka á sig launaskerðingu vegna ástandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner