Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 21:34
Elvar Geir Magnússon
Krakkar hafa verið að fjölmenna á vellina að skóla loknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Allar skipulagðar æfingar hafa legið niðri hjá Víkingi síðan leiðbeiningar þess efnis komu fram 20. mars. Yngri flokka starf hefur legið niðri enn lengur, eða frá 13. mars," segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings í Reykjavík.

Vikingur er eitt af þeim félögum sem sakað hefur verið um brot á fyrirmælum ÍSÍ um að íþróttafélög hætti skipulögðum æfingum.

Haraldur segir að meistaraflokkur karla hafi hlaupaprógramm frá þjálfurum (3x30 mín á viku) sem þeir mega hlaupa á gervigravellinum í Víkinni til að vera á betra undirlagi en malbiki. Þeim sé skipt í 3-4 manna hópa þannig að hver leikmaður hafi að minnsta kosti 1/4 vallarins fyrir sig.

Hóparnir séu ávallt hinir sömu og eiga enga samleið á æfingum.

„Við höfum líkt og mörg önnur félög þurft að eiga við það að krakkar hafi verið að fjölmenna á vellina okkar að skóla loknum," segir Haraldur.

„Víkingur skorar á foreldra að ítreka við börn sín að virða þær leiðbeiningar sem í gangi eru."

Haraldur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net nýlega. Þar sagði hann:

„Ég er persónulega talsmaður þess að fella niður allar æfingar hjá íþróttafélögum þar til við vitum betur. Mannslíf skiptir miklu meira máli en fótboltaæfingar í einhverjar vikur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner