
Katja Greulich, þjálfari kvennaliðs FC Basel í Sviss, hefur verið látin fara. Árangur liðsins hefur verið óásættanlegur.
Liðið er án sigurs í síðustu sjö leikjum sínum og kom síðasti sigurinn í byrjun nóvember.
Liðið er án sigurs í síðustu sjö leikjum sínum og kom síðasti sigurinn í byrjun nóvember.
Heiðdís Lillýardóttir gekk í raðir félagsins í byrjun febrúar og á hún enn eftir að vinna leik með liðinu. Fyrstu þrír leikir Heiðdísar enduðu með jafntefli en síðustu tveir hafa tapast.
Basel er í 6. sæti svissnesku deildarinnar, 23 stigum frá toppliði Servette. Basel er á leiðinni í úrslitakeppni - 8-liða úrslit deildarinnar, þrjár umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni og getur Basel efst náð 5. sætinu en neðst endað í 8. sæti.
Athugasemdir