Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 19:02
Brynjar Ingi Erluson
KFG fær þrjá frá Stjörnunni (Staðfest)
Henrik Máni spilar með KFG í sumar
Henrik Máni spilar með KFG í sumar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elvar Máni Guðmundsson, Guðmundur Rafn Ingason og Henrik Máni B. Hilmarsson eru gengnir til liðs við KFG á láni frá Stjörnunni og komnir með leikheimild fyrir fyrsta leik liðsins.

Elvar Máni er fæddur árið 2006 og á að baki 7 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann spilaði einn leik með Stjörnunni í Lengjubikarnum á síðasta ári og verið fastamaður í 2. flokki.

Henrik Máni er fæddur 2003 og á 9 leiki að baki með meistaraflokki Stjörnunnar. Á síðasta ári lék hann á láni með ÍBV þar sem hann spilaði 7 leiki er Eyjamenn komu sér aftur upp í Bestu deildina.

Þetta verður annað tímabil hans með KFG en hann spilaði 10 leiki og skoraði 2 mörk með liðinu í 3. deild fyrir þremur árum.

Einnig hefur KFG fengið Guðmund Rafn á láni en sá er fæddur 2004.

Guðmundur er uppalinn Stjörnumaður en skipti yfir í Fylki fyrir þremur árum. Hann spilaði tvo leiki í deild- og bikar með Fylkismönnum á síðasta ári áður en hann skipti aftur yfir í Stjörnuna.

Allir leikmennirnir eru komnir með leikheimild er KFG mætir Ægi á föstudag en leikurinn er spilaður á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Athugasemdir
banner