Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 12:06
Magnús Már Einarsson
1. deildirnar verða Lengjudeildin (Staðfest)
Haraldur Haraldsson hjá ÍTF og Einar Njálsson hjá Íslenskum Getraunum við undirskriftina í dag.
Haraldur Haraldsson hjá ÍTF og Einar Njálsson hjá Íslenskum Getraunum við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í 1. deildinni í fyrra.
Úr leik í 1. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Hulda Margrét
Lengjan er nýr styrktaraðili 1. deildar karla og kvenna en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ nú rétt í þessu. Þetta er í fyrsta skiptið sem ÍTF selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu.

Inkasso hefur verið styrktaraðili deildanna undanfarin fjögur ár en nú tekur Lengjan við. Um er að ræða eins árs samningi með ákvæði um að hægt sé að framlengja hann um eitt ár.

Keppni í Lengjudeild kvenna hefst 18. júní og keppni í Lengjudeild karla viku síðar.

„Það er spennandi knattspyrnusumar framundan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna deildina vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin í deildunum. Deildin í ár inniheldur feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt, það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki deildarinnar á flakki sínu um landið í sumar," segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna.

„Það ríkir mikil ánægja hjá okkur í ÍTF með nýjan samstarfsaðila fyrir 1.deild karla og kvenna. Það er verið að stíga stór skref í sögu ÍTF með þessum samningi en þetta er í fyrsta skiptið sem samtökin selja nafnarétt að íslenskri knattspyrnu. Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu enda finnum við fyrir miklum metnaði hjá Íslenskum getraunum. Knattspyrnusumarið er loksins að byrja og okkur hlakkar öllum gríðarlega til. Það ber að þakka Inkasso kærlega fyrir frábært samstarf síðastliðin ár en þeir lögðu ákveðinn grunn sem við vorum staðráðin í að viðhalda og byggja ofan á. Það er því sannarlega fagnaðarefni að fá inn jafn öflugan aðila og Íslenskar getraunir sem hafa stutt frábærlega við íslenskt íþróttalíf í áratugi," segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF.

1. umferð í Lengjudeild karla
Þór - Grindavík (Föstudaginn 19. júní kl 18:00)
Keflavík - Afturelding (Föstudaginn 19. júní kl 19:15)
Þróttur R. - Leiknir R. (Föstudaginn 19. júní kl 20:00)
Fram - Leiknir F. (Laugardaginn 20. júní kl 13:00)
ÍBV - Magni (Laugardaginn 20. júní kl 14:00)
Víkingur Ó. - Vestri (Laugardaginn 20. júní kl 14:00)

1. umferð í Lengjudeild kvenna
Afturelding - Tindastóll (Fimmtudagur kl 19:15)
Víkingur R. - ÍA (Föstudaginn 19. júní kl 19:15)
Haukar - Augnablik (Föstudaginn 19. júní kl 20:00)
Grótta - Fjölnir (Föstudaginn 19. júní kl 20:00)
Völsungur - Keflavík (Sunnudagur 21. júní kl 14:00)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner