Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Við erum City og þeir eru Liverpool
'Evrópuframmistaða er orðið sem ég vil nota og er að leitast eftir'
'Evrópuframmistaða er orðið sem ég vil nota og er að leitast eftir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi skoraði sigurmark Víkings gegn ÍA, skoraði úr vítaspyrnu.
Helgi skoraði sigurmark Víkings gegn ÍA, skoraði úr vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mönnum var heitt í hamsi í lok leiksins í fyrra.
Mönnum var heitt í hamsi í lok leiksins í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net
Vonar að Aron Elís og Pablo Punyed verði klárir.
Vonar að Aron Elís og Pablo Punyed verði klárir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að menn geri allt til að vera klárir fyrir svona leik'
'Ég held að menn geri allt til að vera klárir fyrir svona leik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Miðað við allt hefur frammistaðan í sumar verið framar vonum'
'Miðað við allt hefur frammistaðan í sumar verið framar vonum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg af atvikum í leik Breiðabliks og Víkings í fyrra.
Það var nóg af atvikum í leik Breiðabliks og Víkings í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net
'Ég veit ekki hvort að hjartað mitt myndi þola það'
'Ég veit ekki hvort að hjartað mitt myndi þola það'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Toppslagur á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, hvað heldur þú? Það er bara mjög spennandi," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Víkingur fer í Kópavoginn á morgun og mætir Breiðabliki. Með sigri eða jafntefli heldur Víkingur toppsæti deildarinnar en Breiðablik fer á toppinn ef liðið nær að leggja Víking að velli. Leikurinn hefst klukkan 20:15.

„Þetta er draumaleikur, bæði lið hafa byrjað mótið sterkt og ég held þetta verði algjör veisla fyrir alla."

Hvernig er staðan á hópnum fyrir leikinn?

„Það stefnir í að velflestir verði heilir, staðan á hópnum er mjög góð eins og hún lítur út í dag. Það tóku allir æfingu í gær og við erum að bíða eftir því hvernig menn koma út úr henni. Það voru nokkrir sem spiluðu ekki á móti Vestra og Skaganum, einhver skakkaföll, en ég held að menn geri allt til að vera klárir fyrir svona leik."

Ertu bjartsýnn með Aron Elís og Pablo?

„Já, ég er það. Þeir eru að reyna gera allt til að vera klárir. Þetta hefur verið smá 'tricky' fyrir suma leikmenn. Það voru einhverjir sem misstu mikið af undirbúningstímabilinu og hefur verið 'tricky' að finna réttan mínútufjölda til að koma mönnum í stand. Miðað við allt hefur frammistaðan í sumar verið framar vonum."

Nánast eins og í lygasögu
Talandi um það, hvernig meturu byrjunina á tímabilinu?

„Við vorum í smá brasi í vetur og ég hef sagt það áður, mikið í gangi, bæði meiðslalega séð og annað. Maður var einhvern veginn búinn að gæla við það að þegar við færum í landsleikjapásuna 2. júní að við værum við toppinn og komnir í 8-liða úrslit bikarsins. Hugsunin var að þá yrði maður gríðarlega sáttur. Ég er mjög ánægður með lífið og hvernig þetta lítur út í dag, margir búnir að fá mínútur og þetta hefur gengið upp nánast eins og í lygasögu."

Hversu gott var að taka sigurinn á móti ÍA?

„Það var alveg magnað, hrikalega erfiður útivöllur og svo bætiru við einhverjum aðstæðum inn í. Þá verður þetta martröð fyrir þjálfara og aðkomulið að koma þangað. Við sýndum sterka frammistöðu og menn gerðu sitt besta. Þetta var virkilega sterkur sigur."

Kallar eftir Evrópuframmistöðu
Hvað taka Víkingar út úr fyrri leiknum á móti Breiðabliki?

„Sá leikur var virkilega massífur og flottur. Fyrri hálfleikur var einn af þeim betri sem við höfum sýnt, fyrir utan kannski fyrstu fimm mínúturnar. Þeir skoruðu mark einhvern veginn upp úr engu, boltanum sparkað í bakið á þeim og komust aðeins inn í leikinn. Við kláruðum svo seinni hálfleikinn með stæl. Það var ekki ósvipuð frammistaða og ég vil fá á morgun, svona Evrópuframmistaða; vera massífir og leyfa ekki hinu liðinu að finna lyktina. Það þurfum við á morgun."

Vangaveltur um leikinn og tímasetninguna
Arnar var spurður út í leiktímann, þá staðreynd að þessi leikur í 14. umferð sé spilaður núna. Í staðinn þurfa Evrópuliðin ekki að spila deildarleik á milli leikjanna í 1. umferð forkeppnanna í júlí.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þetta og hann kom þann punkt að mögulega væri mikilvægara að fá hlé á seinni stigum forkeppninnar, álagið væri ekki orðið það mikið þegar spilað væri i 1. umferð í Evrópu.

Víkingur spilar í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar dagana 9./10. júlí og svo seinni leikinn 16./17. júlí

„Það er alveg hægt að skilja bæði sjónarmið (að fá andrými í kringum 1. umferð eða seinna). Fyrsta umferðin er svolítið að duga eða drepast fyrir okkur. Blikarnir komust í gegnum hana í fyrra og voru þá orðnir öruggir með umspilsleik í Sambandsdeildinni. Þegar við vorum síðast í forkeppninni þá fengum við Malmö og það var smá bras að komast í gegnum þá, eins og gefur að skilja. Þetta eru mjög mikilvægir leikir og það er gott að fá andrými. En svo væri líka gott að vera vitur eftir á, ef þú kemst í gegnum 1. umferð þá tekur ennþá mikilvægari leikur við í 2. umferð. Þetta eru sjónarmið sem eru bæði mjög gild."

„Svo er annað sjónarmið að Víkingur - Breiðablik í apríl og maí er ekkert voðalega kynþokkafullt. Þú vilt fá þá leiki í júní-ágúst þegar sólin er farin að skína. En svona er þetta bara og við þurfum bara að díla við það. Það er erfitt að raða þessu saman."


Víkingur spilaði síðast á laugardag og Breiðablik á sunnudag, heldur Arnar að það skipti einhverju máli?

„Nei, ég held ekki. Auðvitað viltu samt fá auka hvíld, en hvorugt liðið er bara einn eða tvo daga á milli leikjanna. Á þessu getustigi eru menn komnir helvíti langt í þjálfun og við erum ekki komnir langt inn í sumarið heldur. Adrenalínið sem verður á Kópavogsvelli á morgun... ég held þetta skipti ekki nokkru einasta máli."

Erfitt að toppa dramatíkina frá því í fyrra
Hvað hugsaru þegar þú hugsar um leikinn á Kópavogsvelli fyrir ári síðan?

„Ég var einmitt að horfa á leikinn í gær, fara yfir hann sem og aðra leiki okkar á Kópavogsvelli. Leikurinn í fyrra var einstakur leikur, það gerðist það svo mikið af atvikum í honum að það hálfa væri nóg. Það verður erfitt að toppa þann leik hvað varðar dramatík. Frammistaðan í þeim leik var virkilega öflug og sterk. Það var ansi margt sem gerðist í leik þannig ég held að fótboltaáhugamenn væru alveg til í eitthvað svipað, en ég veit ekki hvort að hjartað mitt myndi þola það."

Manchester City gegn Liverpool
Hvað þurfa Víkingar að gera til að vinna Breiðablik?

„Þetta eru tvö rosalega ólík lið. Þetta er strúktúr á móti óreiðu (chaos), og þá meina ég það í allra bestu meiningu þess orðs. Þetta er svolítið svona City á móti Liverpool, tvö ólík lið og leikurinn verður frábær. Leikstílarnir eru ólíkir og enginn leikstíll er betri en annar. Þeir fá mikið af færum og það eru mikil læti. Við þurfum bara að stjórna því með okkar strúktúr. Við viljum gera Kópavogsvöllinn svolítið hljóðlátan og við þurfum að þora að halda boltanum á réttum tímabilum og vera massífir í ýmsum smáatriðum. Við þurfum að fá Evrópuframmistöðu, frammistöðu eins og við viljum fá í Evrópuleikjum; þar sem enginn er að fara út í einhverja vitleysu, æða í einhverja pressu eða vera illa staðsettir í okkar aðgerðum. Það bara gengur ekki upp. Evrópuframmistaða er orðið sem ég vil nota og er að leitast eftir."

Arnar var spurður nánar út í Manchester City og Liverpool líkinguna.

„Miðað við hvað liðin eru ólík, og ég meina það ekki á hrokafullan hátt - bæði lið eru stórkostleg - þá leitumst við eftir aðeins meiri strúktúr eins og City leitast eftir. Blikarnir leitast aðeins meira í óreiðu eins og Liverpool er þekkt fyrir. Ekkert er rangt, ekkert rétt og bæði lið frábær. Þetta verða skemmtilegar andstæður sem mætast. DNA klúbbana, svona hafa liðin gefið sig út fyrir að vera síðustu ár. Úr því verður skemmtileg dýnamík í þessum leikjum, mikið af atvikum og mikið fyrir fólk til að smjatta um eftir leikina. Þetta er algjör veisla fyrir þá sem hafa áhuga á taktískri hlið leiksins."

„Mér finnst Blikarnir hafa reynt að tóna þetta aðeins niður, eru kannski ekki eins agressífir í pressunni og þeir voru. En það er erfitt að beisla DNA. Við þurfum að sýna því virðingu sem þeir gera og þeir hafa sýnt gríðarlegan karakter í sumar. Þeir hafa lent í erfiðum útivöllum; KR við hræðilegar aðstæður og unnu sterkan sigur á Stjörnunni. Þeir hafa verið andlega sterkir af því að þeir hafa líka lent í áföllum. Þeir töpuðu 4-1 á móti okkur og svo frekar sannfærandi á móti Val. Þeir hafa tapað sannfærandi á móti stóru liðunum og því þurft að bíta aðeins frá sér til að halda í við okkur í sumar og gert það bara mjög vel."


Tveir óheppnir Víkingar
Tveir fyrrum leikmenn Víkings, Júlíus Magnússon og Logi Tómasson, eru að mati Fótbolta.net þeir tveir leikmenn sem geta verið hvað svekktastir með að vera ekki í landsliðshópnum sem kemur saman eftir helgi. Ertu með skoðun á því að Logi sé ekki í hópnum?

„Maður er alltaf með fullt af skoðunum. En ég treysti alveg teyminu til að taka réttar ákvarðanir hvað það varðar. Þetta eru engir aukvisar sem eru að þjálfa þetta landslið. Þegar þú ert orðinn landsliðsþjálfari þá ertu með alla þjóðina sem hefur skoðun á því hver á að vera í liðinu og hver ekki. Menn mátu þetta bara svona í þetta skiptið," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner