Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Spennandi ungir leikmenn í spænska hópnum
Lamine Yamal, sextán ára vængmaður Barcelona, varð fyrir valinu.
Lamine Yamal, sextán ára vængmaður Barcelona, varð fyrir valinu.
Mynd: Getty Images
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar.
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar.
Mynd: Getty Images
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar opinberaði í vikunni 29 manna æfingahóp fyrir EM í sumar. Þrír leikmenn munu svo detta út áður en lokahópurinn verður kynntur þann sjöunda júní.

Tveir táningar frá Barcelona voru valdir í hópinn; hinn sextán ára gamli Lamine Yamal og sautján ára Pau Cubarsi.

Þá eru Fermin Lopez hjá Barcelona og Ayoze Perez hjá Real Betis valdir en þeir hafa ekki leikið A-landsleik fyrir Spán.

Ekki er pláss fyrir varnarmanninn Pau Torres hjá Aston Villa eða bakvörðinn Pedro Porro hjá Tottenham.

Spánverjar unnu EM 2008 og 2012 en eru í snúnum riðli núna; ásamt meisturunum í Ítalíu, Krótíu, og Albaníu. EM hefst í Þýskalandi þann 14. júní.

Spænski hópurinn:

Markverðir: Alex Remiro (Real Sociedad), David Raya (Arsenal/Brentford), Unai Simon (Athletic Bilbao)

Varnarmenn: Aymeric Laporte (Al Nassr), Robin Le Normand (Real Sociedad), Alex Grimaldo (Bayer Leverkusen), Dani Carvajal (Real Madrid), Dani Vivian (Athletic Bilbao), Jesus Navas (Sevilla), Nacho (Real Madrid), Cucarella (Chelsea), Pau Cubarsi (Barcelona)

Miðjumenn: Mikel Merino (Real Sociedad), Fabian Ruiz (PSG), Alex Baena (Villarreal), Martin Zubimendi (Real Sociedad), Rodrigo (Manchester City), Llorente (Athletico Madrid), Pedri (Barcelona), Garcia (Girona/Barcelona), Fermin (Barcelona)

Sóknarmenn: Alvaro Morata (Atletico Madrid), Dani Olmo (RB Leipzig), Joselu (Real Madrid/Espanyol), Lamine Yamal (Barcelona), Mikel Oyarzabal (Real Sociedad), Ayoze Perez (Real Betis), Ferran Torres (Barcelona), Williams JR (Athletic Bilbao)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner