Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   lau 29. júní 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 12. umferðar - Tveggja þjálfara kerfið
Johannes Vall er valinn í fjórða sinn.
Johannes Vall er valinn í fjórða sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn er í liði umferðarinnar.
Ástbjörn er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi kom af bekknum og skoraði tvívegis.
Helgi kom af bekknum og skoraði tvívegis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómnefnd Fótbolta.net gat ekki gert upp á milli tveggja manna í vali á þjálfara 12. umferðar Bestu deildarinnar og fá þeir báðir því nafnbótina þjálfari umferðarinnar.

Það eru Jón Þór Hauksson sem stýrði ÍA til 3-2 sigurs gegn Val og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sem rúllaði yfir Stjörnuna 4-0.



Johannes Vall hjá ÍA er í fjórða sinn á tímabilinu í liði umferðarinnar og þar er einnig liðsfélagi hans Viktor Jónsson þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum.

Danijel Dejan Djuric átti þrjár stoðsendingar og Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk í frábærum sigri Víkings gegn Stjörnunni. Þetta var góð umferð fyrir Víking en keppinautar liðsins misstigu sig.

FH vann 1-0 baráttusigur gegn Breiðabliki þar sem Ástbjörn Þórðarson skoraði sigurmarkið en Ólafur Guðmundsson var valinn maður leiksins.

Fred Saraiva átti frábæran leik þegar Fram vann langþráðan sigur með því að leggja Vestra á Ísafirði 3-1. William Eskelinen var besti maður Vestra og kom í veg fyrir stærra tap. Hann svaraði vel eftir gagnrýni Davíðs Smára í leiknum á undan.

Daníel Hafsteinsson átti magnaða frammistöðu fyrir KA sem vann sinn annan leik í röð og komst upp úr fallsæti með 2-1 útisigri gegn HK. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmarkið í leiknum.

Aron Sigurðarson var maður leiksins í 2-2 jafntefli KR gegn Fylki en Kristján Flóki Finnbogason sem skoraði tvö mörk í leiknum rétt missir af sæti í liði umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Útvarpsþátturinn - Innkastið í beinni á X977
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner