Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 22. maí 2024 00:05
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 7. umferðar - Bjargaði stigi á dramatískan hátt
Patrik Johannesen skoraði fyrir Breiðablik.
Patrik Johannesen skoraði fyrir Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae var maður leiksins í Krikanum.
Luke Rae var maður leiksins í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hans Viktor varnarmaður KA.
Hans Viktor varnarmaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sterkasta lið 7. umferðar Bestu deildarinnar hefur verið valið. Þjálfari umferðarinnar er Halldór Árnason hjá Breiðabliki eftir 2-1 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Patrik Johannesen skoraði fyrra mark Blika og er í úrvalsliðinu, líkt og Kristinn Jónsson sem átti afbragðs góðan leik.



Blikar halda áfram að elta Víking sem er þremur stigum fyrir ofan á toppi deildarinnar. Víkingur átti ekki í vandræðum með Vestra og vann 4-1 sigur þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði tvívegis. Gunnar Vatnhamar var traustur að vanda og er í þriðja sinn í úrvalsliðinu.

Árni Marinó Einarsson ver mark Sterkasta liðsins en hann bjargaði stigi fyrir ÍA gegn Fram í 1-1 jafntefli. Hann átti magnaða markvörslu í blálok leiksins úr dauðafæri Framara, dramatísk stund því dómarinn flautaði leikinn svo strax af. Fred þótti bestur Framara.

KA vann sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið lagði botnlið Fylkis 4-2. Hans Viktor Guðmundsson er í vörn úrvalsliðsins en Daníel Hafsteinsson skoraði tvö og var valinn maður leiksins.

Luke Rae í KR var valinn maður leiksins í sigri gegn FH. Þrátt fyrir að vera í tapliði kemst Kjartan Kári Halldórsson einnig í úrvalsliðið en hann var allt í öllu í sóknarleik Hafnfirðinga.

Sterkasti leikmaður umferðarinnar er Jónatan Ingi Jónsson sem skoraði bæði mörk Vals í 2-1 útisigri gegn HK í Kórnum.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner