Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 22. apríl 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 3. umferðar - Tveir átján ára í liðinu
Freyr Sigurðsson var hetja Framara.
Freyr Sigurðsson var hetja Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar öflugur að vanda.
Gunnar Vatnhamar öflugur að vanda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Fróði Ingason.
Helgi Fróði Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin færir þér Sterkasta lið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Víkingur er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Íslandsmeistararnir rúlluðu yfir Breiðablik 4-1 í stórleik umferðarinnar.

Gunnar Vatnhamar bjargaði á mikilvægum tímapunktum fyrir Víking og er færeyski landsliðsmaðurinn í annað sinn í liði umferðarinnar. Leikmaður umferðarinnar er Ari Sigurpálsson en sóknarleikmaðurinn ungi skoraði tvö mörk.



ÍA á þrjá fulltrúa eftir að hafa burstað Fylki 5-1 í Akraneshöllinni. Markvörðurinn Árni Marinó Einarsson, varnarmaðurinn Oliver Stefánsson og sóknarmaðurinn Hinrik Harðarson eru allir í liðinu en sá síðastnefndi skoraði fyrsta mark leiksins.

Við óskum Djúpmönnum til hamingju með sinn fyrsta sigur í efstu deild. Danski varnarmaðurinn Jeppe Gertsen skoraði sigurmarkið gegn KA í uppbótartíma en miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi var afskaplega drjúgur í leiknum og var valinn maður leiksins.

Hinn átján ára gamli Freyr Sigurðsson var hetja Fram og skoraði eina markið í frábærum 1-0 sigri gegn KR. Framarar eru öflugir í byrjun móts og Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar. Þá er Kyle McLagan einnig í úrvalsliðinu en hann var hrikalega öflugur í vörn Framara.

Björn Daníel Sverrisson sýndi Bergkamp takta þegar hann skoraði fyrir FH í 2-0 sigri gegn HK og var valinn maður leiksins. Þá var hinn átján ára gamli Helgi Fróði Ingason valinn maður leiksins eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Val.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner