Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   þri 28. maí 2024 11:30
Innkastið
Sterkasta lið 8. umferðar - Stjarnan niðurlægði KA
Óli Valur Ómarsson í leik Stjörnunnar gegn KA.
Óli Valur Ómarsson í leik Stjörnunnar gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Matthias Præst.
Matthias Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan pakkaði KA saman 5-0 í 8. umferð Bestu deildarinnar. Jökull Elísabetarson er þjálfari umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar og þá á liðið tvo leikmenn í Sterkasta liðinu.

Emil Atlason skoraði tvívegis í leiknum og Óli Valur Ómarsson var valinn maður leiksins en hann bjó til vandræði fyrir KA trekk í trekk.Víkingur trónir áfram á toppnum en liðið vann nauman 1-0 útisigur gegn ÍA. Það er enginn miðvörður í liði umferðarinnar að þessu sinni en Gísli Gottskálk Þórðarson, sem átti öflugan leik á miðsvæði Víkings, er í vörninni í úrvalsliðinu.

Valur og FH gerðu 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik á Hlíðarenda. Björn Daníel Sverrisson var valinn maður leiksins og skoraði fyrra mark FH. Hafnarfjarðarliðið fékk urmul færa og Frederik Schram markvörður Vals er í liði umferðarinnar þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig.

Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítaspyrnu og lagði upp seinna mark hjá Vestra sem kom til baka og náði 2-2 jafntefli gegn KR á Meistaravöllum. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörk KR.

Viktor Karl Einarsson er leikmaður umferðarinnar en hann skoraði tvö mörk í 4-1 útisigri gegn Fram. Höskuldur Gunnlaugsson kemst einnig í lið umferðarinnar.

Þá vann Fylkir sinn fyrsta leik í Bestu deildinni þetta tímabilið þegar liðið lagði HK 3-1. Daninn tekníski Matthias Præst var með mark og stoðsendingu. Þá sýndi Ragnar Bragi Sveinsson mikilvægi sitt fyrir Árbæinga.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner