Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 19. júní 2024 23:50
Fótbolti.net
Sterkasta lið 10. umferðar - Jón Þór heldur um stýrið
Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar.
Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth.
Oliver Ekroth.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. umferð Bestu deildarinnar lauk í kvöld þegar Breiðablik náði að landa 2-1 sigri gegn botnliði KA.

Aron Bjarnason var maður leiksins og er í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Hann átti stoðsendingu í báðum mörkum Blika.

Akureyringar eru svekktir með niðurstöðuna því liðið átti að mörgu leyti flottan leik. Ívar Örn Árnason er í liði umferðarinnar.



Stórleikur umferðarinnar var stórskemmtilegur 2-2 jafnteflisleikur Vals og Víkings. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Vals og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals í leiknum. Þá er Oliver Ekroth einnig í úrvalsliðinu.

Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis kom í veg fyrir að Vestri næði að jafna í lokin. Fylkir vann 3-2 sigur og kom sér upp úr neðsta sætinu.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA er þjálfari umferðarinnar eftir 2-1 sigur gegn KR. Marko Vardic skoraði og var maður leiksins og þá er varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg einnig í liði umferðarinnar. Skagamenn eru öflugir og sitja í fjórða sæti deildarinnar.

Atli Þór Jónasson kom inn af bekknum og hjálpaði til að breyta gangi mála fyrir HK sem vann Fram 2-1. Hann lagði upp sigurmarkið í leiknum.

Óli Valur Ómarsson skoraði stórglæsilegt mark í 4-2 sigri gegn FH og var valinn maður leiksins. Emil Atlason skoraði einnig og var frábær í leiknum.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner