Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. ágúst 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar um starf yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ: Ætla ekki tjá mig um það að svo stöddu
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vildi ekki tjá sig um það hvort hann hefði áhuga á því að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, er hann ræddi við Fótbolta.net eftir markalausa jafnteflið gegn FH í gær.

KSÍ auglýsti starf yfirmanns fótboltamála á vefsíðu sinni á dögunum en Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, hefur gegnt stöðunni til þessa.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2022, en á meðal hæfniskrafna er að umsækjendur séu með UEFA PRO gráðu og þekkingu á íslenskum fótbolta. Við það minnkar listinn til muna en það eru 45 manns skráð með PRO þjálfaragráðu í kerfinu hjá KSÍ.

Rúnar Kristinsson er á þeim lista og hefur verið orðaður við starfið. Hann hefur áður starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá KR og þekkir því verklagið nokkuð vel.

„Nei, ég hef ekki heyrt það. Það getur vel verið að einhver orði mig við það en þeir verða að eiga það við sig sjálfir sem segja það," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði áhuga á að taka við þessu starfi þá vildi hann ekki tjá sig um það.

„Ég ætla ekki að tjá mig um það að svo stöddu. Ég á eitt ár eftir hjá KR og er ekkert að spá í þessu. Það er nægur tími til stefnu og umsóknarfrestur rennur út einhverntímann um miðjan september þannig ég er ekkert farinn að huga að einu né neinu núna," sagði Rúnar.
Rúnar: Aldrei séð Lennon spila jafn mikið á eigin vallarhelmingi á ferlinum og í dag
Athugasemdir
banner
banner