Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2020 11:37
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher um Arteta: Hann er að ná því besta úr hópnum
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports og tjáði sig eftir stórleik Liverpool og Arsenal í gærkvöldi.

Hann var spurður út í Arsenal undir stjórn Mikel Arteta og hljómaði afar hrifinn af spænska stjóranum sem hefur ekki úr sérlega góðum leikmannahópi að moða.

„Þetta var erfitt fyrir Arsenal í kvöld en þeir gerðu vel að halda sér í leiknum allt þar til í lokin. Þetta Liverpool lið er búið að spila saman í fimm ár og mér finnst eins og Arteta hafi labbað inn í svipaða stöðu hjá Arsenal og Jürgen Klopp gerði þegar hann tók við Liverpool," sagði Carragher.

„Liverpool var ekki og Arsenal er ekki Meistaradeildarlið. Fyrsta verkefni Arteta er að koma liðinu aftur í Meistaradeildina eins og Klopp gerði þegar hann tók við Liverpool. Ég er mjög hrifinn af ýmsu sem Arteta er að gera og ég held að hann geti ekki mögulega náð meiru út úr þessum leikmannahópi.

„Arsenal ætti ekki að ná Meistaradeildarsæti með þennan leikmannahóp en það er mögulegt þökk sé Arteta. Ég tel ekki að neinn annar þjálfari gæti gert betur með þetta Arsenal lið heldur en Arteta er að gera."

Arsenal mistókst að ná Evrópusæti á síðasta deildartímabili en liðið vann FA bikarinn undir stjórn Arteta og komst þannig í Evrópudeildina. Liðið hefur farið vel af stað á nýrri leiktíð og er með sex stig eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner