Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho setti sig í hlutverk VAR-dómara
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho setti sig hálfpartinn í hlutverk VAR-dómara í leik Fenerbahce gegn Antalyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni fyrir, dómaranum ekki til mikillar hamingju.

Mourinho var allt annað en sáttur með að dómarinn hafi tekið mark af Edin Dzeko í leiknum.

Dzeko var dæmdur rangstæður og brjálaðist Mourinho yfir dómnum, en hann vildi ólmur sanna mál sitt um að Dzeko hafi verið réttstæður.

Portúgalinn dró fram fartölvuna og stillti henni upp fyrir framan myndavélina. Cihan Aydin, dómari leiksins, hafði ekki neitt sérstaklega gaman af þessu uppátæki Mourinho og spjaldaði hann fyrir.

Fenerbahce hafði 2-0 sigur í leiknum. Dusan Tadic skoraði fyrra mark liðsins en seinna markið var sjálfsmark frá Thalisson Kelven.

Fenerbahce er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar með 16 stig, þremur á eftir erkifjendum þeirra í Galatasaray.


Athugasemdir
banner
banner
banner