Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp segir að Liverpool muni halda áfram að styðja fjölskyldurnar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið muni halda áfram að styðja við bakið á fjölskyldum fórnarlamba úr Hillsborough-slysinu.

David Duckenfield, fyrrum yfirmaður lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri, var í gær sýknaður fyrir dómi. Hann var sakaður um mikla vanrækslu í starfi sem olli dauða 95 stuðningsmanna Liverpool í Hillsbourough-slysinu árið 1989.

Það létust 96 í slysinu, en síðasta fórnarlambið, Tony Bland, lést af sárum sínum einu og hálfu ári eftir slysið. Samkvæmt lögum frá tíma slyssins þá var ekki hægt að ákæra Duckenfield fyir dauða Bland.

Margaret Aspinall, sem fer fyrir stuðningshópi fjölskyldna fórnarlamba úr Hillsborough, lýsti yfir miklum vonbrigðum með dóminn. Sonur hennar, James, lést í slysinu, 18 ára gamall.

Klopp segist finna til með fjölskyldunum.

„Okkar hugsanir og okkar ást er með fjölskyldunum. Við erum til staðar fyrir þau vegna þess að ég get ímyndað mér að þetta séu mikil vonbrigði og mjög ergjandi," sagði Klopp í dag.

Á blaðamannafundi í gær sagði Aspinall að dómurinn væri til skammar fyrir bresku þjóðina.

„Hvernig geta 96 manns verið drepin með ólögmætum hætti og enginn borið ábyrgð á því? Gerið það, gefið okkur svarið um hver drap son minn og 95 aðra. Hlutirnir verða að breytast."

Árið 2016 voru stuðningsmenn Liverpool sýknaðir í slysinu. Eftir leik voru stuðningsmenn Liverpool sakaðir um að hafa troðist inn í stúkuna með þeim hörmulegu afleiðingum að fólk tróðst undir.

Í dómnum 2016 var sagt að mistök lögreglu hefðu valdið slysinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner