Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 29. nóvember 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sessegnon eins og ungur Ashley Cole
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, reyndi þrisvar að fá Ryan Sessegnon þegar hann var stjóri Manchester United. Mirror fullyrðir þetta.

Á fréttamannafundi í dag líkti Mourinho leikmanninum 19 ára við ungan Ashley Cole.

Ashley Cole er einn besti bakvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann lék fyrir Arsenal og Chelsea.

Sessegnon var keyptur frá Fulham í sumar á 25 milljónir punda en hefur aðeins leikið tvo leiki þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Ben Davies, vinstri bakvörður Tottenham, verður frá í nokkrar vikur eftir að hann meiddist á ökkla gegn West Ham um síðustu helgi.

Mourinho segist ekki sjá Sessegnon sem vinstri bakvörð sem stendur, hann sé hugsaður í meira sóknarhlutverk. Rose, Vertonghen og jafnvel Aurier gætu leyst stöðuna í fjarveru Davies.

Tottenham mætir Bournemouth á morgun klukkan 15:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner