Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. nóvember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumur njósnarans: Lítill peningur, mikil afköst
Samuel Adegbenro.
Samuel Adegbenro.
Mynd: EPA
Framherjinn Samuel Adegbenro hefur slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð á þessu ári.

Norrköping krækti í nígeríska leikmanninn frá Rosenborg í janúar. Norrköping borgaði fyrir hann tæplega - að andvirði - 1,5 milljónir íslenskar krónur. Það er gjöf en ekki gjald miðað við það sem leikmaðurinn hefur skilað inn á vellinum.

Hann er búinn að vera einn af bestu leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar, ef ekki sá besti. Adegbenro er búinn að skora 17 mörk í 29 leikjum og líklegt er að hann fari í stærra félag fyrr en varir. Hann er eiga sitt langbesta tímabil á ferlinum og er gjörsamlega búinn að springa út.

Stig Torbjörnsen, semm er yfirnjósnari Norrköping, er gríðarlega ánægður með kaupin sem voru gerð á Adegbenro.

„Kaupin á honum eru ein af þremur bestu sem ég hef gert. Við fengum hann á lítinn pening frá Noregi. Það er ekkert betra. Hann er ekki búinn að taka eina vítaspyrnu á þessu tímabili og hann er ekki að pota boltanum inn við marklínuna. Hann er einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar," sagði Torbjörnsen við Expressen.

Hann gekk svo langt að segja að kaupin á Adegbenro væru mögulega þau bestu sem hann hefði gert.

„Samuel hefur verið okkar besti leikmaður í nánast hverjum einasta leik."

Búast má við því að kaupin á Ísaki Bergmanni Jóhannessyni séu líka ein af bestu kaupum sem Torbjörnsen hefur staðið fyrir. Ísak var seldur til FC Kaupmannahafnar síðasta sumar fyrir dágóða upphæð sem mun reynast Norrköping vel á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner