Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. nóvember 2022 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Cisse var fyrirliðinn síðast þegar Senegal fór upp úr riðli
Hinn 46 ára gamli Cissé lék meðal annars fyrir PSG, Birmingham og Portsmouth á ferlinum.
Hinn 46 ára gamli Cissé lék meðal annars fyrir PSG, Birmingham og Portsmouth á ferlinum.
Mynd: Getty Images

Aliou Cissé er að gera frábæra hluti sem landsliðsþjálfari Senegal. Hann leiddi liðið til fyrsta Afríkumeistaratitilsins í febrúar og í dag varð hann fyrsti þjálfarinn síðan 2002 til að koma liðinu upp úr riðlakeppni á HM.


Senegal lagði Ekvador að velli í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum í dag og ef Cisse var ekki þjóðarhetja fyrir þá er hann það núna.

Það eru 20 ár liðin síðan Senegal fór upp úr riðlinum á HM 2002 í Kóreu og Japan. Þá var Cisse einnig partur af liðinu, en ekki sem þjálfari.

Cissé bar fyrirliðabandið er Senegal lagði ríkjandi heimsmeistara Frakka að velli og gerði svo jafntefli við Úrúgvæ. Hann var ekki með í jafnteflisleik gegn Dönum.

Cisse var aftur með fyrirliðabandið í 16-liða úrslitunum þar sem Senegal sló Svíþjóð úr leik með gullmarki en Senegalar töpuðu loks gegn Tyrklandi í 8-liða úrslitum. Sá leikur vannst einnig á gullmarki og áttu Tyrkir eftir að hreppa í bronsverðlaunin þar sem þeir sigruðu gestgjafana í Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið.

Senegal mætir líklegast Englandi í 16-liða úrslitum en gæti einnig lent á móti Íran eða Bandaríkjunum. 


Athugasemdir
banner