
Bandaríkin þurfa að vinna Íran til að komast áfram í 16-liða úrslitin og eru á leiðinni þangað eins og staðan er. Bandaríkin eru 1-0 yfir í hálfleik í lokaumferð B-riðils.
Skærasta stjarna bandaríska liðsins, Christian Pulisic leikmaður Chelsea, skoraði á 38. mínútu eftir frábæra sókn. Sergino Dest skallaði boltann fyrir og átti stoðsendinguna.
Pulisic lenti í samstuði við Alireza Beyranvand, markvörð Íran, þegar hann setti boltann í netið og meiddist á læri. Það leit út fyrir að Pulisic þyrfti að fara af velli en hann harkaði þetta af sér og kláraði fyrri hálfleikinn.
Skærasta stjarna bandaríska liðsins, Christian Pulisic leikmaður Chelsea, skoraði á 38. mínútu eftir frábæra sókn. Sergino Dest skallaði boltann fyrir og átti stoðsendinguna.
Pulisic lenti í samstuði við Alireza Beyranvand, markvörð Íran, þegar hann setti boltann í netið og meiddist á læri. Það leit út fyrir að Pulisic þyrfti að fara af velli en hann harkaði þetta af sér og kláraði fyrri hálfleikinn.
Uppfært: Pulisic var tekinn af velli í hálfleik.
Þetta var 22. mark Pulisic fyrir bandaríska landsliðið en hinsvegar hans fyrsta HM mark.
Christian Pulisic kemst í gott færi á 37. mínútu og kemur boltanum í mark Írans pic.twitter.com/D6wPuOBiz4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 29, 2022
Timothy Weah kom boltanum svo í markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það mark taldi ekki þar sem hann var flaggaður rangstæður. Bandaríska liðið hefur verið miklu betri aðilinn í leiknum og það íranska ekkert náð að ógna. Staðan í leik Wales og Englands er markalaus í hálfleik.
STAÐAN Í HÁLFLEIK:
1. England 5 stig
2. Bandaríkin 5 stig
3. Íran 3 stig
4. Wales 2
Athugasemdir