þri 30. mars 2021 21:02
Brynjar Ingi Erluson
EM U21: Ítalía og Spánn í 8-liða úrslit - Marchizza fékk aftur rautt
Ítalska liðið er komið áfram þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu
Ítalska liðið er komið áfram þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu
Mynd: Getty Images
Ítalía og Spánn eru komin í 8-liða úrslit Evrópumótsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri en bæði lið unnu sína leiki í kvöld.

Ítalía var í basli eftir fyrstu umferðina en liðið gerði 1-1 jafntefli við Tékkland og fóru þrír leikmenn liðsins í bann. Tveir fengu rautt spjald í leiknum og einn eftir leikinn.

Riccardo Marchizza fékk þá rautt spjald undir lok leiksins og fékk eins leiks bann. Ítalír gerðu jafntefli við Spán í annarri umferð og þurftu því á góðum úrslitum að halda í kvöld.

Liðið skoraði fjögur gegn Slóveníu. Giulio Maggiore skoraði á 10. mínútu áður en Giacomo Raspadori bætti við öðru níu mínútum síðar. Patrick Cutrone skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu á 25. mínútu áður en hann gulltryggði sigurinn á 50. mínútu.

Marchizza fékk að líta rauða spjaldið á 82. mínútu og því annað rauða spjaldið hans í öðrum leiknum hans á Evrópumótinu. Þrátt fyrir þetta fer Ítalía áfram í 8-liða úrslitin.

Dani Gomez skoraði þá bæði mörk Spánverja í 2-0 sigri á Tékkum en liðið endar í efsta sæti riðilsins með 7 stig.

Ítalía U-21 4 - 0 Slóvenía U-21
1-0 Giulio Maggiore ('10 )
2-0 Giacomo Raspadori ('19 )
3-0 Patrick Cutrone ('25 , víti)
4-0 Patrick Cutrone ('50 )
Rautt spjald: Riccardo Marchizza, Italy U-21 ('82)

Spánn U-21 2 - 0 Tékkland U-21
1-0 Daniel Gomez ('69 )
2-0 Daniel Gomez ('78 )
Athugasemdir
banner
banner