Toni Kroos, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, gæti lagt landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar.
Kroos er 31 árs gamall og hefur spilað 101 leik og skorað 17 mörk fyrir Þýskaland.
Hann var í liðinu sem vann HM í Brasilíu árið 2014 og hefur auk þess gegnt lykilhlutverki á miðju liðsins.
Kroos hefur verið að íhuga framtíð sína með þýska landsliðinu síðan liðið datt úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi fyrir þremur árum en EM í sumar gæti verið hans síðasta stórmót.
Samkvæmt heimildum Goal.com mun hann skoða stöðu eftir Evrópumótið og eru miklar líkur á því að hann leggi landsliðsskóna á hilluna.
Kroos vill einbeita sér að Real Madrid og gæti það spilað stóra rullu að Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar.
Athugasemdir