Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. apríl 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Man Utd tekur á móti Liverpool
Man City getur tryggt sér titilinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Manchester City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn um helgina þegar 34. umferð enska deildartímabilsins verður spiluð. City þarf sigur og að treysta á tap hjá nágrönnunum í Manchester United.

Hún hefst á viðureign Southampton og Leicester í kvöld og heldur áfram á morgun með æsispennandi leikjum. Man City heimsækir Crystal Palace áður en Brighton tekur á móti Leeds United.

Fulham er sjö stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir og þarf helst sigur á útivelli gegn Chelsea þegar liðin mætast á morgun, áður en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton taka á móti Aston Villa. Everton er í harðri baráttu um Evrópusæti.

Arsenal heimsækir Newcastle á sunnudaginn áður en Man Utd tekur á móti Liverpool í stórleik helgarinnar. Þrettán stig skilja liðin að í úrvalsdeildinni þar sem Rauðu djöflarnir eru búnir að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Liverpool er óvænt fjórum stigum frá topp fjórum.

Það eru svo tveir leikir á dagskrá á mánudaginn. West Brom þarf sigur gegn Wolves til að eiga von í fallbaráttunni á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá West Ham í heimsókn. Hamrarnir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð en þeir eru óvænt í Meistaradeildarbaráttu undir lok tímabils.

Hægt er að fylgjast með enska boltanum í Sjónvarpi Símans.

Föstudagur:
19:00 Southampton - Leicester

Laugardagur:
11:30 Crystal Palace - Man City
14:00 Brighton - Leeds
16:30 Chelsea - Fulham
19:00 Everton - Aston Villa

Sunnudagur:
13:00 Newcastle - Arsenal
15:30 Man Utd - Liverpool
18:15 Tottenham - Sheffield Utd

Mánudagur:
17:00 West Brom - Wolves
19:15 Burnley - West Ham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner