Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. apríl 2021 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Mikilvæg fyrirmynd og mikill íþróttamaður
Lengjudeildin
Pétur Theódór Árnason.
Pétur Theódór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Grótta hafni í fimmta sæti deildarinnar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gaf sitt álit á liði Gróttu.

Hann telur að sóknarmaðurinn Pétur Theódór Árnason sé helsti lykilmaður Gróttu.

„Pétur Theódór hefur verið lykilmaður í liði Gróttu síðustu ár. Pétur er mikilvæg fyrirmynd fyrir Gróttumenn og mikill íþróttamaður. Það sem gerir árangur Péturs enn betri er að hann hefur misst úr meira en tvö ár vegna tveggja krossbandaslita á sínum ferli. Hann var frábær þegar liðið fór upp árið 2019 og skoraði þrjú mörk í efstu deild í fyrra. Hann skoraði fimm mörk í Lengjubikarnum í vetur," segir Rafn.

„Pétur er potturinn og pannan í sóknarleik Gróttumanna. Flestar sóknir liðsins fara í gegnum hann og til að Grótta nái að berjast á toppnum þarf hann að ná upp svipaðri spilamennsku og 2019."
Athugasemdir
banner