Táningsstjarnan Lamine Yamal segist einbeita sér að sjálfum sér og beri sig ekki saman við Lionel Messi.
Barcelona leikur í kvöld fyrri leik sinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Börsungar stefna á að komast í sinn fyrsta úrslitaleik í keppninni í áratug.
Barcelona leikur í kvöld fyrri leik sinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Börsungar stefna á að komast í sinn fyrsta úrslitaleik í keppninni í áratug.
Yamal er aðeins sautján ára og fjölmiðlar eru í sífellu að bera hann saman við Messi en báðir komu upp úr hinni frægu La Masia akademíu Börsunga.
„Ég ber mig ekki saman við hann því ég ber mig ekki saman við neinn, allra síst Messi," segir Yamal og lýsir Argentínumanninum sem besta fótboltamanni sögunnar.
„Það er ekki rökrétt að bera okkur saman. Ég ætla að vera ég sjálfur og njóta þess."
Yamal spilaði lykilhlutverk í Evrópumeistaratitli Spánar og mun spila 100. leik sinn fyrir Barcelona í kvöld. Hann lagði upp tvö mörk þegar Barcelona vann Real Madrid í leiknum um Konungsbikarinn síðasta laugardag.
Leikur Barcelona og Inter hefst klukkan 19 á Ólympíuleikvangnum í Barcelona.
Athugasemdir