Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 30. júní 2022 23:53
Elvar Geir Magnússon
Spænskur sóknarmaður í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Javi Ontiveros.
Javi Ontiveros.
Mynd: Afturelding
Spænski framherjinn Javi Ontiveros hefur gengið til liðs við Aftureldingu í Lengjudeildinni og gert samning við félagið út tímabilið.

Javi er 26 ára gamall en hann kemur til Aftureldingar frá D-deildarliðinu Navalcarnero á Spáni. Javi hefur á ferli sínum einnig leikið með varaliðum Levante og Granada í spænsku C-deildinni.

Hann er þriðji Spánverjinn í herbúðum Aftureldingar en þjálfari liðsins, Magnús Már Einarsson, þekkir spænska leikmannamarkaðinn betur en flestir.

Fyrir hjá Mosfellsbæjarliðinu eru markvörðurinn Esteve Pena og kantmaðurinn Pedro Vazquez.

Afturelding er í níunda sæti Lengjudeildarinnar en annað kvöld, föstudagskvöld, heimsækir liðið Fylkismenn í Árbæinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner