Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. júlí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Skiptir engu hversu illa er talað um Val, þeir eru alltaf á toppnum"
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson
Tómas Þór Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, var gestur í Chess After Dark í vikunni. Tómas, sem er stuðningsmaður Víkings, sýndi hæfni sína á taflborðinu á sama tíma og hann svaraði ýmsum spurnginum.

Hann var spurður út í hvaða lið enda í efstu fjórum sætunum í Pepsi Max-deildinni.

„Valur vinnur þetta. Ég var alveg kominn á Breiðabliksvagninn þangað til að þeir töpuðu í Keflavík. Það tengist ekki hvernig þeir töpuðu heldur stigalega. Valur er með of mikil gæði, of mikla hefð til að klúðra þessu. Þetta verður ekki skemmtilegasta meistaraliðið en á endanum verða þeir verðugir meistarar," sagði Tómas.

„Valur, Víkingur, Breiðablik, KR," sagði Tómas eftir smá vangaveltur. Hann spáði Breiðabliki áfram gegn Austria Vín í Sambandsdeildinni og með því færu vonir liðsins um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef aldrei á lífsleiðinni spáð Víkingi í öðru sæti í einu né neinu en þeir eiga það bara skilið."

„Ég held að það muni enginn ná Val úr þessu. Það skiptir engu hversu illa er talað um Val, þeir eru alltaf á toppnum. Valsarar klára þetta,"
sagði Tómas.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner