Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. september 2020 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Framkvæmdastjóri Slavia staðfesti að Coufal er á leið til West Ham
Mynd: Getty Images
Jaroslav Tvrdik, framkvæmdastjóri tékkneska félagsins Slavia Prague, hefur staðfest að bakvörðurinn Vladimir Coufal er á leið til West Ham United.

Tvrdik staðfesti þetta með tísti eftir 4-1 tap Slavia gegn Midtjylland í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Coufal, 28 ára, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar.

„Eftir leikinn þakkaði ég stríðsmanninum mikla Vladimir Coufal fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið í þágu Slavia. Hann er að skipta yfir til West Ham United og fer í læknisskoðun á morgun. West Ham greiðir 6 milljónir evra fyrir skiptin," skrifaði Tvrdik.

Coufal er 28 ára gamall og hefur spilað 8 landsleiki fyrir Tékkland. Hann hefur verið algjör lykilmaður í liði Slavia Prag undanfarin tvö ár en þar áður spilaði hann fyrir Slovan Liberec.

Coufal mun berjast við Ryan Fredericks og Ben Johnson um sæti í byrjunarliðinu. Fredericks er meiddur þar til eftir landsleikjahlé á meðan hinn tvítugi Johnson hefur spilað sjö leiki fyrir Hamrana á þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner