Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 30. nóvember 2021 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís gerir samvinnuna auðvelda
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir hefur komið sterk inn í landsliðið að undanförnu. Guðrún er öflugur miðvörður sem spilar með besta liðinu í Svíþjóð, Rosengård.

Hún og Glódís Perla Viggósdóttir hafa verið að spila vel saman í hjarta varnarinnar hjá Íslandi.

Á fréttamannafundi í kvöld var Guðrún spurð að því hvernig það væri að spila með Glódísi.

„Það er geggjað. Hún er frábær leikmaður og leiðtogi líka; hún talar mikið við mann og gerir samvinnuna mjög auðvelda fyrir þá sem hún spilar með. Það er geggjað að spila með henni," sagði Guðrún.

Glódís er 26 ára og spilar með Bayern München í Þýskalandi. Hún á að baki 97 A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner