Franski sóknarmaðurinn Mathys Tel mun líklega yfirgefa Bayern München á láni í janúarglugganum en þetta sagði Christoph Freund, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.
Tel er 19 ára gamall og með þeim allra efnilegustu í sínum aldursflokki.
Á síðustu leiktíð kom hann að sextán mörkum hjá Bayern undir stjórn Thomas Tuchel, en virðist alls ekki vera í myndinni hjá Vincent Kompany.
Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum á tímabilinu og ekki enn komið að marki.
Þýskir miðlar hafa talað um það að Bayern sé reiðubúið að lána hann innanlands en Freund gefur það sterklega til kynna að hann sé á förum.
„Við erum að ræða við leikmenn og fara yfir hlutina með þjálfarateyminu því það er okkur mikilvægt að strákanir taki rétt skref þegar það kemur að þróun ferilsins,“ sagði Freund.
Tel varð Þýskalandsmeistari með Bayern tímabilið 2022-2023 og skoraði þá sex mörk í 28 leikjum.
Athugasemdir