Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fim 31. janúar 2019 10:39
Magnús Már Einarsson
Willum ekki til Spezia núna - Mörg félög hafa áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður Breiðabliks, mun ekki ganga til liðs við ítalska félagið Spezia áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

Spezia hefur verið á eftir Willum undanfarna þrjá mánuði og lagt fram þrjú tilboð í hann, síðast í þessum mánuði. Breiðablik hafnaði öllum tilboðunum.

Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Willums, voru Blikar þó ekki að biðja um ósanngjarna upphæð.

„Þeir voru sanngjarnir. Það var ekki úrslitaatriði fyrir Spezia að fá hann núna eða í sumarglugganum en þeir eru að taka til í sínum leikmannamálum," sagði Ólafur við Fótbolta.net í dag.

Spezia er í níunda sæti í Serie A en Sveinn Aron Guðjohnsen er á mála hjá félaginu.

Fótbolti.net valdi Willum efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar í sumar en hann lék lykilhlutverk á miðju Blika sem höfnuðu í öðru sæti, bæði í Pepsi-deildinni og Mjólkurbikarnum. Fjölmörg félög hafa sýnt honum áhuga í vetur.

Að sögn Ólafs eru þar á meðal félög á Norðurlöndunum en Willum gæti mögulega farið þangað á næstu tveimur mánuðum.

„Ég útiloka ekki að það gerist en við höfum hafnað ákveðnum möguleikum á Norðurlöndunum því hugurinn leitar frekar til Ítalíu og Hollands því þar erum við með góða möguleika í sumar," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner