Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Haaland ekki skorað í síðustu þremur leikjum - Aldrei gerst áður
Erling Haaland var kaldur í landsleikjatörninni
Erling Haaland var kaldur í landsleikjatörninni
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum sínum sem byrjunarliðsmaður en það hefur aldrei gerst áður á atvinnumannaferli hans.

Haaland tókst ekki að skora í þremur landsleikjum með Noregi í landsleikjahléinu.

Hann fékk tækifæri til að skora gegn Gíbraltar, Tyrklandi og Svartfjallalandi en kom boltanum einfaldlega ekki í netið.

Norski miðillinn VG greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn á ferli Haaland þar sem hann skorar ekki í þremur leikjum í röð sem byrjunarliðsmaður.

Hann var iðinn við kolann hjá Molde í Noregi og síðan RB Salzburg áður en hann samdi við Borussia Dortmund en hann var ansi heitur með Dortmund áður en hann hitti norska hópinn.

Haaland þarf nú varla að hafa miklar áhyggjur. Hann er með 33 mörk í 31 leik fyrir Dortmund á tímabilinu og mun væntanlega reima á sig markaskóna á næstu dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner